„Brosandi allan hringinn

Möguleikar til útiveru og afþreyingar í næsta nágrenni Edduhótelanna eru nánast óendanlegir og getur öll fjölskyldan fundið eitthvað við sitt hæfi. Edduhótelin eru frábærlega staðsett í fögru umhverfi og heillandi náttúru.

Hótel Edda var stofnuð árið 1961 og er elsta hótelkeðja á Íslandi. Við höfum margra áratuga reynslu af því að veita þreyttum ferðalöngum notalegt næturskjól og afslappað umhverfi eftir góðan ferðadag.

Icelandair Hotels eiga og reka Eddu hótelin sem hafa það markmið að veita frábæra þjónustu á hagstæðu verði.

Veldu hring Norður Austur Suður Vestur

Suðurland

Hótel Edda ML Laugarvatn

Suðurland
Hótel Edda ML Laugarvatn er á fallegum stað og er frábær bækistöð fyrir þá sem vilja heimsækja Geysi, Gullfoss og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Lesa meira
1

Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn

Suðurland
Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatni er á sérlega fallegum og kyrrlátum stað við vatnið. Tilvalinn staður til að láta fara verulega vel um sig í rólegu og heillandi umhverfi.
Lesa meira
2

Hótel Edda Skógar

Suðurland
Náttúran umhverfis Hótel Eddu Skógum er stórbrotin: Skógafoss, Fimmvörðuháls, Eyjafjallajökull og Dyrhólaey. Jafnframt eru þar fallegar gönguleiðir um grónar hlíðar.
Lesa meira
3

Austurland

Hótel Edda Höfn

Austurland
Í næsta nágrenni við stærsta jökul Evrópu, Vatnajökli. Stutt er að fara í Skaftafell og Jökulsárlón.
Lesa meira
4

Hótel Edda Egilsstaðir

Austurland
Hótel Edda Egilsstöðum er í miðju Fljótsdalshéraði, grösugu og búsældarlegu.
Lesa meira
5

Norðurland

Hótel Edda Stórutjarnir

Norðurland
Hótel Edda Stórutjörnum er í alfaraleið og góð bækistöð, enda er afar margt að sjá og skoða í Þingeyjarsýslum.
Lesa meira
6

Hótel Edda Akureyri

Norðurland
Höfuðstaður Norðurlands býður upp á flest það sem hugurinn girnist, sögufræg hús, söfn, lystigarð, golfvöll, kaffihús, verslanir og þjónustu. Skammt er í allar helstu náttúruperlur norðan heiða. Stutt ferjusigling er út í Hrísey og byggðasafnið á Dalvík geymir m.a. muni Jóhanns Svarfdælings, hæsta Íslendingsins. Í Kjarnaskógi í útjaðri bæjarins er vinsælt útivistarsvæði Akureyringa.
Lesa meira
7

Vesturland

Hótel Edda Laugar í Sælingsdal

Vesturland
Hótel Edda Laugum er á frægum söguslóðum þar sem fortíðin leynist í hverju spori, hverju örnefni og bæjarnafni.
Lesa meira
8