Handverkshátíðin

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit (10 km frá Akureyri) verður haldin dagana 10.-13. ágúst 2017. Á sama tíma fer fram Landbúnaðarsýning þar sem söluaðilar og bændur munu taka höndum saman um að kynna helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði. Samhliða sýningunum verða hinar ýmsu uppákomur í sveitinni bæði innan sýningarsvæðisins og utan þess. Lestu meira hér.