Þjóðsögur

Þjóðsögur frá Norðurlandi

Maðurinn með ljáinn að Tindum

Sagan segir frá bónda nokkrum sem bjó að Tindum á Norðurlandi. Þetta var sómabóndi og var hann með yfirnáttúrulegar gáfur. Þetta sumar var óvenju hart í ári og ís lá með ströndum fram. Af þeirri ástæðu var spretta slæm í túnum. Árni bóndi sló ekki en gaf grasinu tíma til að gróa. Seinna bað hann kölska að slá túnið og ef hann gæti það á einni nóttu mátti hann nefna sér laun. Kölski kaus sér bóndann. Túnið á Tindum er grýtt og erfitt í slætti. Árni brýndi því marga ljái fyrir kölska því hann mundi oft slá í grjót. Kölski var kominn að verklokum þegar hann kom að rústum gömlu kirkjunnar í túninu. Þar hafði Árni lagt Biblíu á þúfu og sálmabók á enn aðra. Kölski gat ekki snert þessar bækur og því ekki lokið slættinum. Samkomulagið um launin var úti.

Maðurinn með ljáinn að Tindum

Sólveig og séra Oddur

Þetta er saga um vinnukonu sem hét Solveig er framdi sjálfsmorð og um prestinn Odd sem hvarf sporlaust árið 1786. Stúlkan Solveig var ráðin til séra Odds í Miklabæ í Skagafirði. Hún varð ástfanginn af prestinum og vildi giftast honum en hann var ekki sama sinnis. Hún sturlaðist og fyrirfór sér. Síðustu orð hennar, við sauðamanninn sem kom að henni, voru að hún fengi að hvíla í vígðri mold. Leyfið var ekki veitt og var hún grafin utan við kirkjugarðinn án útfararþjónustu. Nóttina eftir dreymdi prest að Solveig kemur til hans og segir: "Úr því að þú leyfðir mér ekki að hvíla í vígðri mold skalt þú ekki hvíla þar heldur." Hún hóf nú að ásækja séra Odd. Dag nokkurn fór séra Oddur til að vísitera í kirkju í nágrenninu en kom ekki til baka. Næsta morgun stóð hestur prestsins úti fyrir með fullum reiðtygjum en ekkert sást til eigandans. Fólk þóttist fullvist um að Solveig hafi dregið prestinn niður í gröf sína. Gröfin var aldrei opnuð. Við mælum með þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar og Jóns Árnasonar

Sólveig og séra Oddur