Hótel Edda Egilsstaðir

Hótel Edda Egilsstaðir
Hótel Edda Egilsstaðir location

Ormurinn ógurlegi

Egilsstaðir sitja í miðju Fljótsdalshéraði, grösugu og búsældarlegu, sem geymir margar náttúruperlur: Snæfell, fjalladrottningu Austurlands, Lagarfljót með orminum ógurlega, hinn rómantíska Hallormsstaðaskóg og Atlavík. Stutt er til Seyðisfjarðar sem er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf í einstakri byggð húsa frá 19. öld.

Aðstaða á staðnum:

 • Alls 52 herbergi
 • Öll herbergi með baði
 • Tveggja hæða fjölskylduherbergi
 • Veitingastaður með útsýni yfir Lagarfljót
 • Ráðstefnu- og fundaraðstaða
 • Frítt internet
 • Opið 4. júní - 15. ágúst 2020
 • Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður

Afþreying í nágrenninu:

 • 25m útisundlaug
 • Vaðlaug
 • Níu holu golfvöllur
 • Fjalla- og jöklaferðir
 • Skógargöngur
 • Fuglaskoðun
 • Selaskoðun

Annað áhugavert:

 • Nielsenshús er elsta húsið á Egilsstöðum. Það var byggt 1944 af dönskum manni er hét Oswald Nielsen. Í dag er hér staðsett gott kaffihús og veitingastaður. Notalegt er að sitja úti á pallinum á hlýju sumarkvöldi.

 • Kvöldganga upp að kirkju gefur gott útsýni yfir sveitina.

 • Golfklúbbur Fljótsdalshérðas (GFH Ekkjufellsvöllur, 701 Egilsstaðir). Níu holu völlur, par 66 (33/33).

Hafðu samband, við veitum nánari upplýsingar eða aðstoðum þig við að undirbúa ævintýralega heimsókn.

Tilboð

Veitingastaður

Gestrisni af gamla skólanum síðan 1961

Frá heimavist til hótels

Saga Edduhótelanna er nánast samofin sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Með almennum flugsamgöngum til landsins og bættum efnahag jókst þörfin á þjónustu við ferðafólk hringinn í kring um landið. Við Íslendingar erum vön að bjarga okkur og nýta þá möguleika sem standa til boða. Í þeim anda fæddist sú hugmynd að nýta heimavistarskólana á landsbyggðinni sem hótel yfir sumarmánuðina þegar þeir stóðu auðir. Lesa meira.

Brosandi allan hringinn

Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt 11 Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum okkar.

Yfirlit hótela

Hótel Edda Egilsstaðir Tjarnarbraut 25 700 Egilsstadir
Sími: 444 4880 Bókunarsími: 444 4000
GPS Hnit: 65°16'02.4"N 14°23'59.4"W Open map
Opnunartími: 4. júní - 15. ágúst 2020