Þjóðsögur

Þjóðsögur af Austurlandi

Lagarfljótsormurinn

Þjóðsagan segir að djúpt í álum Lagarfljóts liggi hættulegt skrímsli, Lagarfljótsormurinn. Hann varð þannig til að lítil stúlka eignaðist gullhring og vildi eignast meira gull. Mamma hennar sagði henni að setja hringinn í litla öskju ásamt ormi. Næst þegar stúlkan opnaði öskuna hafði ormurinn stækkað mikið. Stúlkan varð hrædd og kastaði öskjunni í fljótið. Þar breyttist ormurinn í hættulegt skrímsli. Loks heppnaðist að finna galdramann frá Finnlandi en honum tókst að fjötra orminn við botn fljótsins. Öðru hvoru skýtur hann kryppu upp úr vatninu. Lagarfljótsormurinn er nú tákn Egilsstaða. Boðskapur sögunnar er að maður á ekki að girnast of mikið – þá fer illa. Maður á að una sáttur við sitt.

Lagarfljótsormurinn

Tröllkonan í Prestagili

Í botni Mjóafjarðar stóð eitt sinn bærinn Fjörður. Þetta var kirkjustaður í mörg hundruð ár eða þar til að tröllkona ein lokkaði presta til sín og át þá. Hún hafði þann hátt á að hún gekk til kirkju og veifaði til prestsins þegar hann var í stólnum að predika. Hún veifaði þar til presturinn brjálaðist. Það kvað hann: „Takið úr mér svangann og langa; Nú vil ég að gilinu ganga. Takið úr mér svilin og vilin; Fram ætla ég í Mjóafjarðargilin.“ Hljóp hann þvínæst í Prestagil þar sem skessan náði honum. Prestum var því um og ó að sækja um brauðið í Fjörðum. Loks kom að því að prestur nokkur kunni ráð við þessu. Lesið um lausnina í þjóðsögunni.

Tröllkonan í Prestagili

Manga í Möðrudal

Kirkjuna í Möðrudal byggði Jón Stefánsson í minningu konu sinnar. Jón málaði einnig altaristöfluna – Fjallræðuna. Sagan um Möngu segir okkur frá prestskonunni í Möðrudal sem ekki vildi liggja kyrr í gröf sinni. Við mælum með þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar og Jóns Árnasonar.

Manga í Möðrudal