Humarhátíð á Höfn

Heimsækið humarbæinn Höfn!

Humarhátíðin á Höfn er fjölskylduhátíð sem haldin er árlega á Höfn í Hornafirði. Hún verður haldin dagana 23. -25. júní 2017. Á hátíðinni er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna og fjölbreytt afþreying í boði á svæðinu. Humarinn er að sjálfsögðu í aðalhlutverki, enda humarveiðar mikilvægar á Hornafirði og Höfn oft nefnd höfuðborg humarsins. Lestu meira hér.