Þjóðsögur

Þjóðsögur af Suðausturlandi

Tröllkonurnar við Skaftafell

Þessi saga er um tvo bændur í Skaftafelli þá Bjarna og Einar. Báðir áttu þeir vingott við tröllkonur. Tröllkona nokkur bjó í helli ofan við Skaftafellsskóg. Vetur nokkurn aðstoðaði hún Bjarna við að drepa villimann sem einn hafði bjargast af strönduðu skipi. Hellir þessi er enn til. Einar þekkti einnig tröllkonu og síðari hluti sögunnar fjallar um ferð þeirra yfir Skeiðará og ýmsa aðra sýslan. Einar þessi bjó til afargóða koparbyssu sem enn er til í Skaftafelli.

Tröllkonurnar við Skaftafell

Eldmessan að Kirkjubæjarklaustri

Sagan segir okkur frá eldmessunni þ. 20 júlí 1783 þegar séra Jón Steingrímsson kallaði söfnuðinn saman til bæna. Hraunið úr Lakagígum stefni á kirkjuna og nú voru góð ráð dýr. Eftir hina kröftugu ræðu séra Jóns og einlægar bænir hafði hraunflóðið stöðvast. Guðþjónustan hefur síðan fengið nafnið Eldmessan. Séra Jón var jarðsettur að Klaustri eins og staðurinn er kallaður í daglegu tali. Minningarkapella um Jón var vígð 1974. Rétt er að stansa og skoða hana. Stuðlabergið skammt frá er kallað Kirkjugólf.

Eldmessan að Kirkjubæjarklaustri

Presturinn á Kálfafelli

Þetta er saga frá 18. öld um séra Vigfús Benediktsson sem var prestur að Kálfafelli vestan við Hornafjörð. Hann varð fyrir ýmsum yfirnáttúrulegum viðburðum sem ollu miklum erfiðleikum. Séra Vigfús var svo lánsamur að hafa konur á heimili sínu sem kunnu ráð við þessu.

Presturinn á Kálfafelli