Níu daga Íslandskönnun

Tillaga að níu daga Íslandskönnun

Þegar farið er um á einkabíl er einfalt og þægilegt að velja krókaleiðir um landið á eigin hraða. Þessi ferð samanstendur af átta gistinóttum og býður upp á sitt lítið af hverju, frá fossum til fjalla, frá hvölum til jökla. Það eina sem þú þarft að gera er að aka bílnum á meðan farþegarnir njóta útsýnisins. Og hótelin taka vel á móti ykkur í lok dags.

Dagur 1: Reykjavík

Sólarhringur á hóteli í höfuðborginni er góð leið til að vinda ofan af sér, gleyma hversdeginum, slaka á og koma sér í ferðagír. Athugaðu hvað er á seyði í Reykjavík á vefsíðunni visitreykjavik.is
Við mælum með gistingu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Dagur 2: Reykjavík – Vík

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Þingvellir – Geysir – Gullfoss – Skógafoss

Á Suðurlandi eru margar af helstu náttúruperlum Íslands. Við mælum með því að aka á Þingvöll og svo um Geysissvæðið og að Gullfossi.
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu í Vík

Dagur 3: Vatnajökull

 HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Skaftafell – Vatnajökull – Jökulsárlón 

Í dag keyrirðu með suðurstrandlengjunni í austurátt. Þér gefst tækifæri á að skoða lunda og safna skeljum og fallegum steinum á svartri sandströndinni. Einnig er möguleiki á að berja augum eða jafnvel fara á einn af stærstu jöklum Evrópu, sjálfan Vatnajökul. Svo er alger skylda að koma við á Jökulsárlóni þar sem James Bond stóð í ströngu í myndinni Die Another Day.
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu Höfn

Dagur 4: Austfirðir

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Steinasafnið á Stöðvarfirði – Papey

Kannaðu stórbrotna Austfirðina. Landslagið er stórfenglegt, firðirnir langir og þröngir, fjöllin brött og oddhvöss og mörg náttúruundur að sjá. Við mælum með heimsókn í Steinasafn Petru á Stöðvarfirði.
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu á Neskaupsstað.

Dagur 5: Mývatn

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Möðrudalur – Mývatn – Dimmuborgir – náttúruböðin Mývatni

Það er nauðsynlegt að hafa sinfóníska tónlist í tækinu þegar ekið er yfir Möðrudalsöræfi. Allir ferðalangar ættu að skoða sig um við Mývatn og nágrenni, koma við í Dimmuborgum og skoða litríkan brennisteininn í náttúrunni við Námaskarð og eldfjallið Kröflu. 
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu Stórutjörnum.

Dagur 6: Akureyri

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Grasagarðurinn á Akureyri – Skoðaðu mannlífið á Kaupvangsstræti

Á 6. degi er komið í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, sem býður upp á fjölbreyta afþreyingu þ.m.t. Grasagarðinn og Sundlaug Akureyrar. Einnig er hægt að slappa af á mörgum góðum kaffihúsum og veitingarstöðum bæjarins.
Þú getur einnig ekið til Húsavíkur í hvalaskoðun eða farið í Jökulsárgljúfur þjóðgarð. Gist á Hótel Eddu Akureyri

7. dagur: Skagafjörður

Hápunktar: Glaumbær - Óteljandi myndir Vatnsdalshóla

Akstur frá Akureyri til Lauga í Sælingsdal, mælum við með því að þú ferðast í átt að Hrútafirði og farir yfir Laxárdalsheiði.
Við mælum með gistingu á Hótel Edda Laugar Sælingsdal

Dagur 8: Snæfellsnes

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Stykkishólmur – Snæfellsjökull – Dritvík – Arnarstapi

Nú þegar síga fer á seinni hluta ferðalagsins geturðu valið þér leið aftur til Reykjavíkur. Við mælum þó með akstri um hið undurfagra Snæfellsnes, þar sem skynja má víðfræga orku Snæfellsjökul, en ef þér liggur á má fara flýtileiðina og slappa af á Hilton Reykjavík Nordica allt kvöldið.
Við mælum með gistingu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Dagur 9: Heim