Umhverfið

Höfn og nágrenni

Hótel Edda Höfn er í 453 km fjarlægð frá Reykjavík, 272 km frá Vík í Mýrdal. Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt hið stærsta á landinu og nær frá Skeiðará í vestri til Lónshéraðs í austri. Yfir héraðinu gnæfir Vatnajökull (8300 km2). Vatnajökull er þriðji stærsti ísflötur í heimi. Aðeins Suðurheimskautið og Grænlandsjökull eru stærri. Á leiðinni til Nesja verða margir fegurstu og áhugaverðustu staðir landsins á vegi þínum eins og t.d. Kirkjubæjarklaustur, Núpstaður, Lómagnúpur, Skaftafell, Vatnajökull og Jökulsárlón. Austan við Nes er svo bærinn Höfn. Hornafjörður er lón sem myndaðist fyrir 3500 til 5000 árum. Land rís hér nú vegna þess að Vatnajökull er að þynnast. Miklum þunga er létt af landinu.

Áhugaverðir staðir á leiðinni frá Vík til Hafnar

Kirkjubæjarklaustur

Kirkjubæjarklaustur er þjónustumiðstöð fyrir bændabýlin í nágrenninu. Kristnir Írar settust hér að áður en norrænir menn námu land. Arfsögnin segir að heiðnum mönnum hafi ekki verið leyft að dvelja hér. Klaustur fyrir nunnur af Benediktsreglu var stofnað 1186 og stóð hér fram að Siðaskiptum á 16. öld (1550). Mörg örnefni minna á systurnar t.d. Systrastapi, Systrafoss og Sönghóll. Þegar systurnar urðu varar við komu munkanna frá Þykkvabæ fóru þær út á hólinn og sungu. Tvennar sögur fara af samkomum þessum. Hinn valinkunni prestur Jón Steingrímsson bjó hér er hið mikla gos varð úr Lakagígum árið 1783. Tuttugu prósent af þjóðinni fórst í hörmungunum sem fylgdu. Þessar hörmungar hafa fengið nafnið Móðuharðindin. Ágætur gönguslóði er að Systrastapa.

Kirkjubæjarklaustur

Núpsstaði

Fyrir ofan Núpsstaði eru áhugaverðir móbergsklettar með basalt innskotum. Saman mynda þau sérkennilega tinda og turna. Móberg myndast þegar gosefni komast í samband við vatn eða vatnsmettuð setlög. Áður en brýrnar voru byggðar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var ákaflega örðugt að fara yfir jökulárnar eða vötnin eins og þær voru kallaðar af staðamönnum á hinum víðáttumiklu söndum. Hæfustu ferðamennirnir voru kallaðir vatnamenn og hestar þeirra vatnahestar. Bóndinn á Núpstað, Hannes Jónsson (1880-1968), var einn af hæfustu vatnamönnunum. Akið heim að Núpstað og skoðið minnsta guðshús landsins sem byggt var á 17. öld. Bænahúsið hefur verið endurbyggt og er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Ætlunin er að endurreisa gamla torfbæinn á næstu árum.

Núpsstaði

Lómagnúpur

Hin myndræni Lómagnúpur rís hátt (688 m) yfir sandana austan við Núpstað og er eitt hæsta standberg landsins. Gnúpurinn kemur við sögu í Njálu þ.e. í draumi Flosa þegar risinn kallar upp nöfn brennumanna í þeirri röð sem Kári og hans menn drepa þá. Þetta verður Jóni Helgasyni hugstætt yrkisefni og hann skrifar: „Vötnin byltast á Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp, landið ber sér á breiðum herðum, bjartan og svalan hjúp, jötuninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig og kallar hann þig.... kuldaleg rödd og djúp.“ Stór hluti gnúpsins hrundi niður árið 1790 og hin miklu björg liggja á sandinum fyrir neðan. Inn á milli klettanna er fallegt vatn. Lómagnúpur var eitt sinn höfði á suðurströnd landsins.

Lómagnúpur

Skaftafell

Skaftafell er gamalt býli en er nú hluti af Þjóðgarðinum sem markast af Öræfajökli í austri og Skaftafellsjökli í vestri. Bærinn er nefndur í Njálssögu en bróðir Flosa á Svínafelli bjó hér. Þrír skriðjöklar frá Vatnajökli renna í nágrenninu þ.e. Skeiðarárjökull, Skaftafellsjökull og Morsárjökull. Hér er því gott tækifæri til að athuga skriðjökla í návígi. Varist allar bleytur í nágrenni jökla. Þetta gætu verið blautir leirpyttir og þið sokkið ofan í djúpan pytt. Hluti af vinsældum Skaftafells er gott aðgengi að Vatnajökli. Svartifoss er ein af perlum staðarins. Gangið að fossinum og takið nesti með í ferðina. Fallegar skjólgóðar lautir eru niður við fossinn. Skaftafell nýtur fleiri sólskinsstunda en aðrir staðir á Suðurlandi og jafnframt mildara veðurs vegna skjóls frá austanvindum og regni, sem Öræfajökull myndar.

Skaftafell

Svínafell

Við Svínafell stóð bær Flosa Þórðarsonar. Flosi var höfðinginn sem fór fyrir brennumönnum er brenndu bæ Njáls að Bergþórshvoli. Njáll, Bergþóra og skyldulið þeirra brunnu inni, alls ellefu manns. Sérkennileg ljós setlög eru fyrir ofan bæinn og talið er að þau séu um 500 þúsund ára gömul. Þetta er fínkorna sandsteinn og þar er að finna steingervinga af laufum eins og elri, birki og reyni, svo nokkur séu nefndir. Fjallið Hafrafell nálægt bænum var eitt sinn umlukið tveimur jöklum þ.e. Svínafellsjökli og Skaftafellsjökli en þeir hafa hörfað frá.

Svínafell

Öræfajökull

Öræfajökull er ein af þremur eldkeilum landsins. Hinar eru Eyjafjallajökull og Snæfellsjökull. Askjan er um 14 km2 og full af ís. Yfir fjallinu er jökulhetta sem er hluti af Vatnajökli. Hæsti tindur landsins (2.110 m). heitir Hvannadalshnúkur og er í norðanverðu fjallinu. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, fyrst 1362. Jökulhlaupið stóð í einn dag og 24 bæir í Litlahéraði sópuðust burt. „Og lifði engin kvik kind eftir utan ein kona og kapall,“ segir í Oddverjaannáli. Talið er að um 400 manns hafi farist. Eftir það kallaðist héraðið Öræfi sem þýðir eyðiland. Litlahérað lá milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Jökullinn skipti einnig um nafn. Hann hét áður Knappafellsjökull. Þetta gos er stærsta gos í Evrópu síðan Vesúvíus gaus árið 79 e.Kr. Hið mikla gjóskufall sem fylgdi á eftir olli enn meira tjóni. Magn vikursins er áætlað tíu rúmkílómetrar. Að magni til líkist þetta Pinotubogosinu í Filippseyjum 1991. Gosið 1727 stóð í heilt ár. Vikur og aska fyllti loftið og dimmt var sem á nóttu. Annað ógnvænlegt jökulhlaup fylgdi á eftir.

Öræfajökull

Vatnajökull

Vatnajökull er mesti jökull landsins og þriðji stærsti jökull heimsins. Suðurheimskautið og Grænlandsísinn eru stærri. Jökullinn er 8300 km2 og frá honum falla mestu ár landsins og vatnasvið þeirra nær frá Þjórsá austur og norður um til Skjálfanda. Undir þessum jökli eru virkustu eldstöðvar á landinu sem valdið hafa ómældu tjóni. Öskjur eru í Grímsvötnum, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Alls eru fimm eldstöðvarkerfi undir jöklinum sjálfum. Upprunalega nafnið hefur sennilega verið Grímsvatnajökull. Eldvirkni er mest að vestanverður og veldur því heitur reitur sem rís úr möttli jarðar. Þessi heiti reitur fæðir eldvirkni á landinu því eftir honum streymir kvikan upp í kvikuhólfin undir eldfjöllunum. Straumur þessi er kallaður möttulstrókur. Miðja reitsins afmarkast af Bárðarbungu, Grímsvötnum og Kverkfjöllum. Alls er vitað um 80 gos úr Vatnajökli á síðustu 800 árum frá ellefu megineldstöðvum í honum og við jaðar hans. Fjöldi skriðjökla renna frá Vatnajökli sem of langt yrði upp að telja en þó skal minnst á Breiðamerkurjökul.

Vatnajökull

Hvað er jökulhlaup?

Jökulhlaup er skyndilegt, ógnvænlegt en stutt vatnhlaup sem rennur frá bráðnandi jökli vegna eldsumbrota undir jöklinum. Vegir og nokkrar býr í nágrenni Skaftafells eyðilögðust í miklu jökulhlaupi 1966. Orðið ´jökulhlaup´ er alþjóðlegt orð og er notað af jarðfræðingum um allan heim.

Hvað er jökulhlaup?

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Hinn mikli sandur sunnan Vatnajökuls heitir Breiðamerkursandur. Yfirborð hans er sundur skorið af jökulám sem sífellt breyta um farveg. Íslenska orðið ´sandur´er annað alþjóðlegt orð í jarðfræði yfir svona fyrirbæri. Sandurinn er því í sífelldum breytingum og var hinn versti faratálmi áður en árnar voru brúaðar. Jökulsá er stærsta áin og rennur eftir miðjum sandinum. Hún er aðeins 150 metra löng en flytur meira vatnsmagn en flestar ár landsins eða 300 rúmmetra á sekúndu (300tonn/sek.). Um aldamótin var áin enn styttri. Miklar breytingar hafa átt sér stað á þessu landsvæði. Breiðamerkurjökullinn, sem hefur grafið langan fjörð undir ísinn, er a hörfa. Lón tók að myndast um 1934-35 og er nú um 200 metra djúpt. Botn lónsins er því neðan sjávarmáls og sjór rennur inn í lónnið á háflæði. Stórir jakar sem hafa kelfst af jöklinum fljóta á lóninu. Jökulsá var mikill farartálmi en merkt slóð á jöklinum var ofan við ána og var hún notuð fram að 1927. Það ár féll maður og sjö hestar ofan í gjá þegar jökullinn klofnaði skyndilega. Þetta var síðasta slysið á þessum slóðum. Oft má sjá seli ofan við brúna að sóla sig á jökum og að eltast við fisk sem komið hefur inn á flóðinu. Fuglalíf er fjölskrúðugt og hér má t.d. sjá skúm, kjóa og svartbak. Bátsferð um lónið innan um jakana er áhrifarík og myndræn ferð. Ef þið hafið tíma skulu þið fara slíka ferð og gleymið ekki myndavélinni. Jakarnir eru stórkostlegir í litadýrð sinni. Tvær James Bond kvikmyndir hafa verið teknar á Jökulsárlóni.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Hala í Suðursveit

Á Hala í Suðursveit fæddist rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson árið 1889. Hann hefur skrifað margar skemmtilegar frásagnir um lífið í Suðursveit. Þekkasta verk hans er þó ´Bréf til Láru´ sem kom fyrst út 1924 og vakti mikla athygli, umræðu og deilur. Bókin hafði mikil áhrif á nútíma bókmenntir. Af öðrum bókum Þórbergs má nefna ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar. Þá skrifaði Þórbergur ævisögu sína sem er frábær lesning. Þórbergssetur var opnað á Hala 1. júlí 2006. Setrið er opið alla daga frá kl. 9 til 21 frá 1. maí til 1. október. Frá 1. október til 1. maí er setrið opið frá kl. 12 til 17 alla daga nema mánudaga. Hótel Edda Nesjum er í um 50 km fjarlægð frá Hala í Suðursveit. Hótelið stendur rétt við þjóðvegin á hægri hönd og greinilega auðkennt með Eddufánanum. Höfn í Hornafirði er í 8 km fjarlægð frá Nesjum. Fólksfjöldin í héraði Hornafjarðar er um 2100 og þar af búa 1800 á Höfn. Þorpið stendur við lónið Hornafjörð sem myndað er af mörgum jökulsám frá Vatnajökli og hafinu utan við. Atvinnuvegir eru fiskveiðar, ýmis þjónusta við bátaflotann, léttur iðnaður og ferðaþjónusta. Höfn er þjónustumiðstöð héraðsins. Margt er að sjá og skoða á Höfn og hér eru nokkur dæmi.

Hala í Suðursveit

Gömlubúð

Gömlubúð er áhugavert minjasafn. Húsið var upprunalega byggt á Papósi 1864 sem verslunarhús en var flutt að Höfn árið 1897. Í húsinu var verslun i 80 ár. Húsið fékk nafnið Gamlabúð þegar því var breytt í minjasafn. Safnið er opið frá kl. 13 til 17 alla daga. Jöklasýning er í fimm einingum og er opin allt árið. Hér má sjá hreindýr, hlusta á hljóð i fuglum, ganga í jökulgjá og inn í íshellir. Einnig er fjölmiðlakynning er um jökla og jökullón. Útsýnið frá þakinu er stórkostlegt í góðu skyggni. Margskonar vísindi tengd jöklum eru aðalþættir sýningarinnar. Valdir vísindamenn, listamenn og rithöfundar hafa komið að gerð sýninganna. Jöklasýningin dreifist einnig um héraðið á afmörkuðum svæðum þar sem skoða má áhrif jökulsins á náttúruna. Kvikmynd um Vatnajökul er sýnd á stóru tjaldi ásamt þremur öðrum sýningum á 42 tommu skjáum. Upplýsingamiðstöð er staðsett á jöklasýningu.

Gömlubúð

Pakkhúsið

Pakkhúsið er staðsett niður við höfnina. Hér er m.a. sjóminjasafn. Handverksbúð er staðsett við Hafnarbrautina beint á móti Ráðhúsi Hornafjarðar þar sem seldur er ýmiskonar afrakstur heimilisiðnaðs og aðrar vörur framleiddar í héraðinu.

Pakkhúsið

Áhugaverðir staðir utan alfaraleiða

Stokksnesi við Vestrahorn

Það er um 12 km akstur að Stokksnesi við Vestrahorn. Takið síðan hliðarveg að eyðibýlinu Horni. Þetta svæði er mjög myndrænt og Horn er sennilega sá bær hér á landi sem mest hefur verið ljósmyndaður. NATO hafði radarstöð á Stokksnesi meðan á Kalda stríðinu stóð. Stöðin var tekin niður árið 2000. Stokksnes er vinsæll áningarstaður og margir aka þangað til að skoða seli á útskerjum.

Stokksnesi við Vestrahorn

Vestrahorn

Vestrahorn er 454 m hátt fjall rétt við Stokknes milli tveggja lóna þ.e. Skarðsfjöru og Papafjarðar. Fjallið er eitt fárra á landinu sem er eingöngu úr gabbró. Gabbró er stórkorna gosberg. Bæði Eystra- og Vestrahorn eru úr djúpbergi. Djúpberg er gosberg sem hefur krystallast á miklu dýpi í jarðmöttlinum. Bæði fjöllin eru innskot sem hafa þrýst sér upp í basaltið. Ísaldarjökullinn hefur svo máð basaltið af.

Vestrahorn

Eystrahorni

Vegurinn að Eystrahorni er um 45 km og ferðin er vel þess virði. Landslagið er stórkostlega fagurt. Fjallið er 750 m hátt og stendur á nesinu Hvalsnes. Fjallið er úr gabbró og granófýr sem eru djúpberg og mjög sjaldgæf hér á landi. Stærstu innskot af granófýr eru í Eystra- og Vestrahorni. Þetta eru súr djúpberg ekki ólík rhyolíti eins og er í Baulu. Milli Stokksness og Eystrahorns er löng sandströnd með tveimur sjávarlónum er heita Papafjörður og Lónsfjörður. Ýmsar málmtegundir svo sem gull, silfur og kvikasilfur hafa fundist í Eystrahorni en í of litlu magni til vinnslu.

Eystrahorni

Ósland

Ósland er eyja en tengd við land með vegi. Í hinum miklu leirum í Óslandi er fjölbreytt fuglalíf. Hér má sjá t.d. kríur, sandlóur, stelki, lóuþræla og margar mávategundir. Mikill fjöldi farfugla hefur sína fyrstu viðkomu á Íslandi á þessum leirum. Í Óslandi má einnig sjá steingervinga af trjám sem hraun hefur vafist um. Útsýni frá Óslandi til Vatnajökuls er stórkostlegt í góðu skyggni. Ósland hefur verið verndunarsvæði frá 1982.
Þjóðsögur á Suðausturlandi

Ósland