Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn

Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn
Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn location

Í rólegheitunum

Hótelið er á sérlega fallegum og kyrrlátum stað við Laugarvatn. Tilvalinn staður til að láta fara verulega vel um sig í rólegu og heillandi umhverfi. Skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu, kjarrivaxið land og gróðursæl náttúra. Geysir, Gullfoss og Þingvellir eru í næsta nágrenni og heilsulindin Laugarvatn Fontana þar sem hægt er að láta líða úr sér eftir góðann ferðadag.

Aðstaða á staðnum:

 • Alls 28 herbergi, öll með baði
 • Veitingastaður með útsýni yfir vatnið
 • Þrír salir fyrir litlar ráðstefnur
 • Frítt internet
 • Opið 7. júní - 25. ágúst 2019
 • Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður

Afþreying í nágrenninu:

 • Laugarvatn Fontana, heilsulind frá landnámi - (hótel gestir fá 10% afslátt)
 • Útisundlaug og heitir pottar
 • Golf
 • Hestaferðir
 • Silungsveiði
 • Skemmtilegar gönguleiðir
 • Flúðasiglingar

Hafðu samband, við veitum nánari upplýsingar eða aðstoðum þig við að undirbúa ævintýralega heimsókn.

Gestrisni af gamla skólanum síðan 1961

Frá heimavist til hótels

Saga Edduhótelanna er nánast samofin sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Með almennum flugsamgöngum til landsins og bættum efnahag jókst þörfin á þjónustu við ferðafólk hringinn í kring um landið. Við Íslendingar erum vön að bjarga okkur og nýta þá möguleika sem standa til boða. Í þeim anda fæddist sú hugmynd að nýta heimavistarskólana á landsbyggðinni sem hótel yfir sumarmánuðina þegar þeir stóðu auðir. Lesa meira.

Brosandi allan hringinn

Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt 11 Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum okkar.

Yfirlit hótela

Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn 840 Laugarvatni
Sími: 444 4820 Bókunarsími: 444 4000
GPS Hnit: 64°12'52.1"N 20°43'55.8"W Open map
Opnunartími: 7. júní - 25. ágúst 2019