Þjóðsögur

Þjóðsögur á Suðurlandi

Bergþór í Bláfelli

Þetta er sagan af Bergþóri sem var af tröllaættum og bjó í Bláfelli. Bláfell blasir við þegar ekið er að Geysi og Gullfossi. Bergþór var hugfanginn af bjölluhljómi kirkjunnar í Haukadal og af niði lækjarins. Hann samdi við bóndann um greftrun utan kirkjugarðsveggsins svo hann gæti hlustað á bjölluranar og lækinn um alla eilífð. Hóllinn rétt utan við garðinn er leiði Bergþórs. Hringurinn á kirkjuhurðinni er af stafnum hans.

Bergþór í Bláfelli

Jóra í Jórukleif

Einu sinni var skapstór stúlka er Jórunn hét og bjó í Sandvík nálægt Selfossi. Sagan segir m.a. frá hestaati er hestur föður hennar tapaði. Jóra varð vitstola af reiði og reif lærið af sigurvegaranum og stikaði yfir Ölfusá. Hún varð hið versta flagð sem settist að í helli í Henglinum við suðurenda Þingvallavatns. Þar sat hún fyrir ferðamönnum og át þá.

Jóra í Jórukleif

Dansinn í Hruna

Fyrir langa löngu stóð kirkjan í Hruna á hæð ofan við bæinn. Sagan segir frá presti nokkrum sem hallur var að skemmtan og gleðskap á jólanótt í stað þess að syngja messu, móður sinni Unu til mikillar armæðu. Jólanótt eina hafði djöfullinn betur og kirkjan ásamt öllum söfnuðinum sökk í yður jarðar. Í dag stendur kirkjan neðan við hólinn. Enn má sjá rústir gömlu kirkjunnar uppi á hólnum.

Dansinn í Hruna

Sæmundur fróði og djöfullinn

Stutt saga um Sæmund hinn fróða sem lærði í Svartaskóla. Skólameistarinn þar var sjálfur djöfullinn. Sagan segir frá samskiptum Sæmundar og kölska í Svartaskóla og áfram eftir að Sæmundur sneri til baka til Íslands. Kölski breytti sér í sel og flutti Sæmund til Íslands til að öðlast sál hans en Sæmundur hafði betur. Sæmundur las Saltarann á leiðinni og er þeir komu að ströndinni sló Sæmundur selinn í hausinn með guðsorðinu. Merki Háskóla Íslands er Sæmundur á selnum. Við mælum með Þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar eða Jóns Árnasonar.

Sæmundur fróði og djöfullinn