Sofðu vel - njóttu náttúrunnar

Það er fátt notalegra en að slaka á og njóta tilverunnar í Laugarvatn Fontana. Í sumar býðst viðskiptavinum Hótel Eddu ML og ÍKÍ að bóka tilboð sem innifelur gistingu, morgunverð og aðgang í Laugarvatn Fontana á sérstöku tilboðsverði. Láttu þetta tilboð ekki framhjá þér fara og tryggðu þér herbergi í aðeins 5 mínútna göngufæri frá Laugarvatn Fontana.

Laugarvatn Fontana byggir á fornri hefð gufubaða á Laugarvatni yfir náttúrulegum hver. Auk gufubaðanna býður svæðið upp á sánu, setlaug og heita potta sem náttúran krýnir svo fallega í flæðarmálinu á Laugarvatni.

Bóka tilboð á Hótel Eddu Laugarvatni ML

Bóka tilboð á Hótel Eddu Laugarvatni ÍKÍ