Hótel Edda Ísafjörður

Hótel Edda Ísafjörður
Hótel Edda Ísafjörður location

Fjall og fjara

Landslag og gróðurfar Vestfjarða bera sérstakan svip. Nálægð fjalls og fjöru er óvíða meiri og jafnvel tungutak íbúanna hefur einstakan blæ. Náttúran hefur farið óblíðum höndum um Vestfjarðakjálkann og mótað hann sterkum dráttum. Í friðlandinu á Hornströndum er dýralíf óspillt og hvergi á landinu komast ferðalangar á tveimur jafnfljótum í nánari tengsl við náttúruna. Hótel Edda á Ísafirði er þægilega staðsett og er tilvalinn staður fyrir fólk sem vill ferðast um Vestfirði. Hótelið er með 20 notaleg nýuppgerð herbergi með baði og að auki 20 herbergi með handlaug. Ágætis tjaldstæði eru við hótelið.

Aðstaða á staðnum:

 • Alls 33 herbergi - öll með sér baðherbergi
 • Morgunverðarhlaðborð
 • Ráðstefnu- og fundaaðstaða
 • Frítt internet
 • Tjaldstæði
 • Svefnpokapláss í skólastofu - Eingöngu bókanlegt beint á hóteli á opnunartíma
 • Opið 12. júní - 13. ágúst 2019
 • Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður

Afþreying í nágrenninu:

 • Gönguferðir um Eyrina á Ísafirði
 • Kajaksigling á Pollinum
 • Fuglaskoðun í fallegu umhverfi
 • Sund t.d. á Suðureyri, Bolungarvík eða Flateyri
 • Hjólaleiga
 • Fjörugt fuglalíf t.d. vinsælir fuglaskoðunarstaðir í Skutulsfirði
 • Sigling í Vigur. Íbúar í náttúruperlunni Vigur eru rómaðir fyrir einstaka gestrisni og gómsætar kökur. Ríkt fuglalíf er í og við eyjuna og má meðal annars sjá æður og teistu auk þess sem þúsundir lunda hreiðra um sig í holum
 • Heimsókn á Hesteyri. Skemmtileg skoðunar- og kaffiferð á Hesteyri, skoða plöntur og fjölbreytta nátturu. Gamla Læknishúsið er kaffihús á sumrin þar sem ferðalöngum er boðið upp á kaffi og með því
 • 9 holu golfvöllur í fögru umhverfi Tungudals
 • Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað og safnið á Gamla sjúkrahúsinu
 • Náttúrugripasafn Bolungarvíkur
 • Fjöruferð - eitthvað fyrir alla fjölskylduna
 • Naustahvilft er skemmtileg ganga með frábæru útsýni yfir Ísafjörð
 • Fossinn Dynjandi og Hrafnseyri við Arnarfjörð eru tilvaldir áningarstaðir
 • Silungsveiði eða sjóstangaveiði
 • Raggagarður í Súðavík
 • Gríptu göngukort á Hótel Eddu Ísafirði eða á upplýsingamiðstöðvum á Vestfjörðum

Hafðu samband, við veitum nánari upplýsingar eða aðstoðum þig við að undirbúa ævintýralega heimsókn. 

Tilboð

Veitingastaður

Eddu Hótel nálægt

Gestrisni af gamla skólanum síðan 1961

Frá heimavist til hótels

Saga Edduhótelanna er nánast samofin sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Með almennum flugsamgöngum til landsins og bættum efnahag jókst þörfin á þjónustu við ferðafólk hringinn í kring um landið. Við Íslendingar erum vön að bjarga okkur og nýta þá möguleika sem standa til boða. Í þeim anda fæddist sú hugmynd að nýta heimavistarskólana á landsbyggðinni sem hótel yfir sumarmánuðina þegar þeir stóðu auðir. Lesa meira.

Brosandi allan hringinn

Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt 11 Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum okkar.

Yfirlit hótela

Hótel Edda Ísafjörður Torfnesi 400 Ísafjörður
Sími: 444 4960 Bókunarsími: 444 4000
GPS Hnit: 66°04'26.598"N 23°07'55.589"W Open map
Opnunartími: 12. júní - 13. ágúst 2019