Þjóðsögur

Þjóðsögur frá Vesturlandi

Þjóðólfur og Þuríður sundafyllir

Þuríður sundafyllir kom frá Noregi að því er Landnámabók segir og settist að í veiðistöðinni Bolungarvík. Viðurnefnið fékk hún þegar hún með göldrum fyllti öll sund með fiski er hungursneyð ríkti í Noregi. Sagan segir okkur frá Þuríði og bróður hennar Þjóðólfi. Hann kom seinna og bað systur sína um land. Hún sagði að hann mætti fá eins mikið og hann gæti girt á einum degi. Þjóðólfur tók sér meira land en um var samið og rifrildi hófst. Þjóðólfi mislíkaði við systur sína og reyndi að stela frá henni uxa. Hún fór með töfraþulu og setti þau álög á hann að hann yrðir að klettadranga sem fuglar mundu drita á. Hann svaraði með álögum á hana að hún yrði að dranga þar sem vindarnir væru sterkastir. Þú getur séð dranga uppi á Óshlið þar sem stífir stormar blása. Dranginn Þjóðólfur hvarf árið 1936 í logni og blíðu og hefur ekki sést síðan. Sennilega höfðu álögin runnið sitt skeið. Mynd:  Þuríður Sundafyllir ehf.

Þjóðólfur og Þuríður sundafyllir

Prestarnir í Aðalvík

 Aðalvík er lítill flói inn úr Norður-Ísafjarðardjúpi. Víkin er nú í eyði en er vinsæll ferðamannstaður á sumrin. Margir gamli bæir og hús standa enn og er viðhaldið af fólki sem annaðhvort bjó hér eða á ættir sína að rekja hingað. Þetta er nokkuð löng saga um prest og nágranna hans og voru þeir báðir göldróttir. Einu sinni er presturinn var við smíðar niðri í fjöru skrifaði granninn rúnir á spýtu og lét hana reka yfir til prestsins. Rúnirnar höfðu þau áhrif að sá sem las þær varð blindur. Prestur var skáld gott og samdi vísu er gaf honum sjónina á ný. Skrapaði hann rúnirnar af spýtunni og skar nýjar. Síðan setti hann spýtuna á flot og mælti: „Farðu nú til herra þíns og þú skalt verða hans bani ef hann ætlar að nota þig til illra verka á ný.“ Bóndinn tók nú spýtuna og hóf að skera rúnir til að drepa prestinn. Hnífurinn skrapp úr hendi hans og stakkst djúpt í bringu bóndans og lést hann af sárinu.

Prestarnir í Aðalvík

Galdrar á Vestfjörðum

 Vestfirðir eru alræmdir fyrir galdra líkt og Strandir. Þetta er saga um Jóhannes Ólafsson. Galdraafl hans var svo mikið að hann gat sært út illa anda og drauga aðeins með því að senda þeim kveðju. Kona nokkur í Bitrufirði var að verða vitstola vegna draugs sem ásótti hana. Konan sendi mann til Jóhannesar og bað um hjálp. Jóhannes ritaði nokkrar rúnir á blaðsnepil og sagði konunni að henda sneplinum í drauginn næst er hún sæi hann með þeim orðum að Jóhannes sendi honum kveðju. Konan gerði eins og fyrir hana var lagt, losnaði við drauginn og náði góðri heilsu. Flestar sögur um galdra eru frá Vestfjörðum og Ströndum. Við mælum með þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar og Jóns Árnasonar.

Galdrar á Vestfjörðum