Umhverfið

Ísafjörður og nágrenni

Ísafjörður er sjávarþorp og íbúafjöldi er um 3000. Ísafjarðarbær er stærsti byggðakjarni Vestfjarða og á sér langa sögu. Hnífsdalur, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri eru nú hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbær og þorpin Bolungarvík og Súðavík eru í næsta nágrenni. Flugfélag Ísland flýgur áætlanaflug daglega og fjöldinn allur skemmtiferðaskipa kemur við á sumrin. Áætlað er að 30 skip komi til Ísafjarðar sumarið 2010. Ferðaþjónusta er því sívaxandi atvinnugrein. Húsnæði Menntaskóla Ísafjarðar er nýtt sem Eddu sumarhótel.

Áhugaverðir staðir

Neðstakaupstað

Safnið í Neðstakaupstað eða „ í Neðsta“ eins og sagt er hér, er í elstu verslunarbyggingum landsins sem enn eru í notkun. Elsta húsið er frá 1757 og var aðalverslun þeirra tíma. Hús verslunarstjórans var byggt 1765. Tjöruhúsið er frá 1781 og Turnhúsið frá 1784. Þegar danska einokunarverslunin frá 1602 leið undir lok 1787 tók samband danskra kaupmanna við versluninni. Þeir entust til 1793. Eftir það voru margir danskir kaupmenn hér, þar á meðal Wilhelm Sass, sem var hér í 30 ár eða þar til Ásgeir Ásgeirsson keypti fyrirtækið. Ásgeirsverslun starfaði til 1918. Byggingarnar voru notaðar eftir það sem geymslur í áraraðir og endanlega var ákveðið að rífa þær. Þá kom verndunarhópur til sögunnar og honum tókst að sannfæra yfirvöld um að hér væru mikil menningarverðmæti í húfi. Húsin voru því endurbyggð og safnið flutti inn. Saltfiskur er þurrkaður á reitunum utanhúss rétt eins og gert var hér áður fyrr. Veitingahús safnsins selur hefðbundna rétti.

Neðstakaupstað

Vigur

Eyjan Vigur ætti að vera á dagskrá hjá öllum sem heimsækja Ísafjörð. Eyjan er ein af þremur í Ísafjarðardjúpi (sjá kort). Hinar eru Æðey og Borgarey. Búið er í Vigur og Æðey. Eyjan Vigur er löng og mjó og tekur nafn sitt frá lögun sinni. Vigur er gamalt orð fyrir sverð og spjót. Elsta bygging á eyjunni er vindmylla frá 1840. Elsti bátur landsins er í Vigur en hann er frá árinu 1800 og var í notkun til ársins 2000. Báturinn var notaður til að flytja fé milli lands og eyjunnar. Hann er enn í góðu standi og haffær. Sami ættliðurinn hefur búið hér í 126 ár. Fyrsta timburhúsið var byggt árið 1884 og er enn í notkun. Búið framleiðir mjólk og meðal hlunninda er æðardúnn, fuglatekja og síaukin ferðamennska. Skipulagðar ferðir eru milli Ísafjarðar og Vigur. Boðin er gönguferð um eyjuna og kaffi og meðlæti á eftir í Viktoríuhúsi. Á gönguferð um eyjuna fá gestir tækifæri til að skoða þúsundir fugla t.d. æðarfugl, lunda og teistu.

Vigur

Sjóminjasafnið í Ósvör

Sjóminjasafnið í Ósvör er á hægri hönd þegar ekið er til Bolungarvíkur. Safnið kynnir fiskveiðar eins og þær voru á árum áður. Safnið er opið frá 6. júní til 16. ágúst. Starfsmenn eru klæddir að sið fiskimanna frá fyrri tímum. Í fjörunni er fiskibátur (sexæringur). Fiskur hangir í hjöllum. Á efri hæð hússins eru fleti fiskimanna en niðri eru sýnd verkfæri og hvernig þau voru notuð. Í Ósvör er saltgeymsla og fiskireitur þar sem saltfiskurinn var sólþurrkaður. Þetta safn er einstakt því hvergi annars staðar er sýnt hvernig sjómenn lifðu og störfuðu á fyrri tímum. Þjónustuhús er við safnið. Bolungarvík er skammt frá og hún er af mörgum talin elsta veiðistöð landsins. Ísland var snemma þekkt sem veiðistöð. Í Laxdælu segir frá því að Björn og Helgi, synir Ketils flatnefs fýsti að fara til Íslands því þeir höfðu þaðan margt fýsilegt frétt. Spurðu þeir aldraðan föður sinn hvort hann kæmi ekki með. „Ketill svarar: „Í þá veiðistöð kem ek aldregi á gamals aldri.“ (Laxdæla – 2. Kafli – Guðni Jónsson)

Sjóminjasafnið í Ósvör

Tungudalur

Tungudalur er um 2 km inn í botni Skutulsfjarðar. Golfvöllur Ísafjarðar er hér ásamt tjaldstæði. Gönguleiðir eru fjölmargar með fossum og ilmandi birkitrjám. Njótið dagsins í skjóli og kyrrð. Golfklúbburinn sér um þjónustu á svæðinu. Buná rennur eftir dalnum.

Tungudalur

Áhugaverðir staðir utan alfaraleiða

Bolungarvík

Bolungarvík er lítið sjávarþorp við utanvert Ísafjarðardjúp um 17 km frá Ísafirði. Íbúafjöldi er um 900. Landnámabók segir að Þuríður sundafyllir hafi numið hér land. Aðal atvinnuvegur er fiskveiðar og fiskverkun eins og í öðrum fiskiþorpum á Vestfjörðum. Bolungarvík er nærri bestu fiskimiðunum og ætla má að meðaltími frá veiði til löndunar sé frá tveimur til átta klukkustundum. Mest af fiskinum fer ferskur á ís daglega til Evrópu með flugi. Fiskveiði hefur verið stunduð hér frá landnámsöld (870 – 930). Fyrsti verslunarstaðurinn var opnaður hér árið 1890. Bolungarvík komst í vegasamband 1950 þegar vegurinn um Óshlíð var opnaður. Fram að þeim tíma voru allir flutningar á sjó. Jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eru nú á loka stigi. Það verður mikil samgöngubót því vegurinn um Óshlíð er varasamur vegna grjóthruns. Ástarvika er haldin í Bolungarvík á hverju ári í ágúst.

Bolungarvík

Hnífsdalur

Á leiðinni til Bolungarvíkur er ekið í genum Hnífsdal sem sameinaðist Ísafirði 1971. Íbúafjöldin er um 250. Lífið hér er fiskur. Frystihúsið Gunnvör sér flestum fyrir atvinnu. Hinir starfa á Ísafirði. Mörg snjóflóð hafa fallið á Hnífsdal úr fjallinu Búðarhyrnu. Hið mannskæðasta var 1910 þegar tuttugu mans fórust og tólf slösuðust alvarlega.

Hnífsdalur

Súðavík

Súðavík er annað lítið þorp á þessum slóðum. Súðavík er í Álftafirði um 17 km austan við Ísafjörð. Um 180 manns búa hér. Störfin eru í fiski og fiskeldi. Norðmenn hófu hvalveiðar héðan árið 1883 og ráku hvalstöðina í tuttugu ár. Snjóflóð féll á byggðina 1995 er fjórtán fórust. Ferðaþjónusta er að aukast og er sjóstangaveiði snar þáttur í henni. Margar gönguleiðir eru út frá Súðavík. Ein af þeim er inn í Valagil í Álftafirði (sjá kort). Þarna má skoða mismunandi hraunlög sem gefa til kynna að hér hafi verið mikil eldstöð fyrir miljónum ára undir Lambadalsfjalli. Landlagið við Valagil er hrikalegt. Merkt gönguleið er frá þjóðveginum upp í Valagil.

Súðavík

Kvöldgöngur

Mælt er með göngu um kaupstaðinn til að skoða gömlu húsin. Í bænum má finna flesta þætti í byggingasögu landsins. Leggið leið ykkar um smábátahöfnina þar sem sjómenn landa afla sínum. Ganga inn í Tungudal sem er um 4 til 5 kílómetra fram og til baka er einnig hressandi kvöldganga.

Kvöldgöngur