Sex daga sæla SV

Suðvesturhornið
Tillaga að sex daga sælu SV á eigin vegum

Yfir helmingur Íslendinga býr á suðvesturhorni landsins. Hvort sem þú ert einn af þeim eða ekki er svæðið um margt forvitnilegt, hvort sem litið er til náttúru eða byggðra bóla. Pakkaðu niður og búðu þig undir skemmtilegt frí án þess að leita langt yfir skammt.

Dagur 1: Reykjavík

Þú kemur þér þægilega fyrir á Icelandair Hótel Reykjavík Natura og heldur því næst í stefnulausan leiðangur um höfuðborgina; leiðin getur legið í kaffi til ættingja og vina, í sundlaug, á safn, í leikhús eða listsýningu, eða á nýjasta veitingastaðinn sem allir eru að tala um en þú hefur aldrei prófað. Upplýsingar um helstu viðburði á hverjum tíma er t.a.m. að finna á reykjavik.is.
Við mælum með gistingu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Dagur 2: Reykjavík – Laugarvatn

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Bláa lónið – Selfoss – Gullfoss – Geysir

Dagurinn hefst á slökun í Bláa lóninu sem er rómað fyrir þægilegt umhverfi og hlýjan jarðsjó. Frá lóninu má aka Krýsuvíkurleiðina til Eyrarbakka og Stokkseyrar, líta þar inn á söfn eða út að strönd, og halda svo áfram í átt að Gullfossi og Geysi. Að loknum geysilega góðum degi er upplagt að slaka á í gufu og náttúruböðum Laugarvatns Fontana, heilsulind frá landnámi. Gist á Hótel Eddu ML Laugarvatni

Dagur 3: Laugarvatn – Laugar í Sælingsdal

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Þingvellir – Borgarfjörður – Landnámssetrið – Búðardalur

Að lokinni Íslandssöguupprifjun á Þingvöllum er ekið í Borgarnes, þar sem halda má áfram með upprifjunina á Landnámssetri Íslands. Mælt er með skreppitúr í Paradísarlaut í Borgarfirði, rétt áður en komið er að Bifröst, og þar skammt frá er fossinn Glanni. Ekið sem leið liggur í Búðardal. Næturstaðurinn er Laugar í Sælingsdal. 
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal

Dagur 4: Laugar í Sælingsdal

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Fellsströnd – Reykhólar – Breiðafjörður

Enginn verður svikinn af því að skoða sig um í nágrenni Lauga. Við mælum með akstri að Fellsströnd, þar sem útsýni yfir Breiðafjörð og eyjarnar óteljandi er frábært. Stundum má jafnvel laða seli að strönd með litríkum klæðnaði. Látið ekki heitu laugina frá 1932 að Laugum fram hjá ykkur fara.
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal

Dagur 5: Snæfellsnes – Reykjavík

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Stykkishólmur – Flatey – Snæfellsjökull – Ólafsvík – Hellnar

Frá Stykkishólmi má sigla í skipulagðar skoðunarferðir um Breiðafjörð og jafnvel alveg yfir að suðurströnd Vestfjarða. Heimsókn í hina tímalausu Flatey er líka kostur. Snæfellsnesið sjálft geymir margar náttúruperlur. Orka Snæfellsjökuls mun væntanlega ekki fara fram hjá neinum og ef suðurleiðin er valin til baka er nánast skyldustopp á Arnarstapa. Ekið sem leið liggur til Reykjavíkur.
Við mælum með gistingu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Dagur 6: Reykjavík