Óvíða eru betri möguleikar til fjölbreyttrar útiveru en á Laugarvatni. Geysir, Gullfoss og Þingvellir eru í næsta nágrenni, boðið er upp á siglingar og seglbretti á vatninu, stutt er í golfvöll og hægðarleikur að bregða sér á hestbak eða renna fyrir silung. ML Laugarvatn er aðeins í um 71 km fjarlægð frá Reykjavík ef ekið er í gegnum Þingvelli.
Aðstaða á staðnum:
Afþreying í nágrenninu:
Hafðu samband, við veitum nánari upplýsingar eða aðstoðum þig við að undirbúa ævintýralega heimsókn.
Gestrisni af gamla skólanum síðan 1961
Frá heimavist til hótels
Saga Edduhótelanna er nánast samofin sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Með almennum flugsamgöngum til landsins og bættum efnahag jókst þörfin á þjónustu við ferðafólk hringinn í kring um landið. Við Íslendingar erum vön að bjarga okkur og nýta þá möguleika sem standa til boða. Í þeim anda fæddist sú hugmynd að nýta heimavistarskólana á landsbyggðinni sem hótel yfir sumarmánuðina þegar þeir stóðu auðir. Lesa meira.
Brosandi allan hringinn
Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt 11 Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum okkar.