Þjóðsögur

Þjóðsögur á Austurlandi

Naddi í Njarðvíkurskriðum

Þjóðleiðin frá Njarðvík til Borgarfjarðar lá um Njarðvíkurskriður. Skriður þessar voru illar yfirferðar og þar var óvættur einn í mannslíki að ofan en í dýrslíki að neðan. Naddi hélt sig í gili einu og lagðist á menn og veitti þeim bana. Síðar var sett krossmark við veginn á því stendur á latínu.“Effigem Christi, qui transit, pronus honora. Anno MCCCVI.“ Fallið á kné og flytjið Kristi bæn. Þið sem eigið leið hér um. Árið 1306.

Naddi í Njarðvíkurskriðum

Álfadrottingin á Snotrunesi

Þetta er saga um konu sem kom að bænum Nesi í Borgarfirði og settist þar að. Nafn hennar var Snotra. Hún hvarf á brott á hverjum jólum og enginn vissi hvert hún fór. Þegar hún kom til baka spurði hún jafnan brytann hvort hann vissi hvar hún hefði verið. Hann gat ekki svarað því og hvarf þegar. Þetta gerðist þrjú jól í röð. Til að gera langa sögu stutta þá fylgdi bryti henni ein jólin. Hún sveipaði um sig slæðu og lét brytann fá aðra. Hann fylgdi henni eftir þar til þau komu í fallegt land með tónlist og gleðskap. Föngulegur kóngur, er virtist eiginmaður Snotru, fagnaði henni og leiddi hana í stóra byggingu. Brytinn fylgdist með miklum mannfagnaði í byggingunni. Þegar jólunum lauk sneru þau til baka. Brytinn gat nú svarað og sagt henni hvar hún hefði verið þegar hún spurði. Álögin voru nú leyst af henni og hún gat snúið til bónda síns. Hún gaf brytanum bæinn Snotrunes og hvarf.

Álfadrottingin á Snotrunesi

Skrúðsbóndinn og dóttir prestsins

Úti fyrir Fáskrúðsfirði er eyjan Skrúður. Saga þessi fjallar um hvarf prestsdótturinnar frá Hólmasnesi í Reyðarfirði. Hún var undir álögum frá trölli sem bjó í Skrúði. Tröllið var þekkt sem Skrúðsbóndinn. Vetur nokkurn náði bátur ekki landi vegna veðurs og leituðu þeir vars við Skrúð. Áhöfnin gekk á land og hóf að syngja Maríuvers. Opnaðist þá bjargið og stór loppa rétti út hafragraut og skeiðar. Rödd heyrðist segja: „Nú er kona mín ánægð. Nú er ég ekki ánægður.“ Menn trúðu því að konan væri prestsdóttirin sem hvarf. Sama gerðist með annað skip. Mörgum áru seinna var biskupinn Guðmundur góði þarna á ferð og var hann beðinn að blessa Skrúð. Þá nótt dreymir hann að stór maður kemur til hans og biður hann að blessa ekki eyna. Það yrði svo erfitt fyrir hann að flytja. Biskup tók þetta til greina og blessaði ekki Skrúð. Við mælum með þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar og Jóns Árnasonar.

Skrúðsbóndinn og dóttir prestsins