Þjóðsögur

Þjóðsögur á Suðurlandi

Fjársjóður undir Skógafossi

Þessi saga segir frá Þrasa í Skógum sem var auðugur maður en hinn mesti nirfill. Hann sökkti fjárhirslu sinni í Skógafoss svo enginn gæti eignast sjóðinn eftir hans dag. Kistan hefur legið þar í nokkrar aldir. Eitt sinn var kistan komin hálfa leiðina upp úr vatninu en þá slitnaði hringhaldið af og kistan sökk í hylinn. Hringurinn var þá festur á kirkjuhurð. Þegar sú kirkja var afhelguð fluttist hringurinn til Eyvindarhólakirkju. Þegar hún var svo rifinn 1960 fékk safnið að Skógum hringinn til varðveislu og er hann þar til sýnis.

Fjársjóður undir Skógafossi

Gilitrutt og lata húsfreyjan

Sagan segir frá Gilitrutt sem sumir segja að hafi verið tröll en aðrir álfur. Atburður þessi átti sér stað að Rauðafelli vestan við Skóga. Þar segir frá samskiptum latrar húsfreyju og Gilitruttar sem bjó í Álfhól ofan byggðar. Boðskapur sögunnar er að fólk á að sinna verkum sínum af dugnaði og elju og forðast alla leti og aðgerðaleysi því slíkt boðar ógæfu.

Gilitrutt og lata húsfreyjan

Sjódraugurinn í Hvammsnúpi

Rétt austan við Seljalandsfoss er fjallið Hvammsnúpur. Þar er bærinn Hvammur við veg # 246. Háir klettar eru þarna með sjaldgæfu alkalísku basalti (ankaramite). Þjóðleiðin lá um jörðina Hvamm til forna. Sjódraugur hélt sig við slóðina og gerði fólki ýmsar skáveifur. Sagan fjallar um hrekki hans. Við mælum með Þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar eða Jóns Árnasonar.

Sjódraugurinn í Hvammsnúpi