Þjóðsögur

Þjóðsögur á Norðurlandi

Ásbyrgi og hóffar Sleipnis

Óðinn sem var Alfaðir í norrænni goðafræði og hafði 55 nöfn. Hann reið öðru hvoru um himingeiminn til að líta eftir ástandi heimskringlunnar. Hestur hans Sleipnir hafði átta fætur. Eitt sinn er Óðinn var annars hugar fór hann of nálægt jörðinni og Sleipnir steig niður á jörðina sem gaf sig undan þunga hestsins. Þá myndaðist hóffarið sem hlaut nafnið Ásbyrgi eða skjól fyrir Æsi. Ásbyrgi er opið til norðurs með eyju í miðju hóffarinu. Jarðfræðingar hafa aðra skýringu á fyrirbærinu.

Ásbyrgi og hóffar Sleipnis

Foss Goðana

Goðafoss er 6 km frá Stórutjörnum. Sagan segir okkur að útilegumaðurinn Grettir sterki hafi falist í Bárðardal um tíma. Svo bar við að menn sem gættu bæjar á jólanótt meðan fólk sótti messu hafi horfið. Grettir bauðst til að gæta bæjarins. Leið nú á nóttina en þá kom tröllkona að bænum og glímdu þau Grettir langa hríð. Tröllkonan reyndi að varpa Gretti niður fyrir klettana við fossinn. Loks hafði Grettir betur. Til að gera langa sögu stutta þá grunaði Gretti að fleiri tröll væru í gljúfrinu. Hann seig niður og fann þar helli og í honum var risi einn ógurlegur. Grettir hafði betur í annað sinn eftir langa og harða glímu við risann. Hann fann bein mannanna, sem horfið höfðu, í hellinum. Grettir setti beinin í poka og lagði við kirkjudyr. Lesið um þátt prestsins í þessari aðgerð.

Foss Goðana

Nátttröllið og bátur hennar við Mývatn

 Þetta er saga um tröllkonu sem bjó í Skessuhala ekki langt frá gígnum Lúdent við Mývatn. Hún var nátttröll en þau mega ekki sjá dagbirtu því þá verða þau að steini. Tröllkonan var vön að veiða í Mývatni að nóttu til úr báti sínum sem var úr steini. Bændur voru alls ekki ánægðir með þetta ráðslag því hún var að taka frá þeim góðan fisk. Nótt eina voru þeir lengur við veiðar en venja var og tröllkonan beið meðan þeir fiskuðu. Þegar hún loksins komst að var farið að morgna og þegar hún gekk heim með fiskinn og bátinn á bakinu reis sólin og hún varð að steini. Ef ekið er að Lúdent þá sést báturinn greinilega hálfa leiðina milli Mývatns og Skessuhala við Búrfell. Við mælum með þjóðsögum Einars Ól. Sveinssonar og Jóns Árnasonar

Nátttröllið og bátur hennar við Mývatn