Hótel Edda Vík

Hótel Edda Vík
Hótel Edda Vík location

Sigurbogi náttúrunnar

Notalegt hótel sem kúrir undir sandsteinsbrekkunum í Vík. Hrikalegar andstæður í náttúrunni, hafið sverfur stórgert fjörugrjótið jafnt og þétt með djúpum undirtónum við Dyrhólaey og Reynisdranga meðan Mýrdalsjökull drottnar þögull og virðulegur yfir byggðinni. Stórkostlegt fuglalíf árið um kring og lundinn er aðeins í seilingarfjarlægð á varpstöðvum sínum í Reynisfjalli.

Aðstaða á staðnum:

 • Opið allt árið
 • Öll herbergi og sumarhús aðeins bókanleg hjá Icelandair hótel Vík sjá hér
 • Kvöldverður er á veitingastaðnum Berg með glæsilegt útsýni yfir Reynisdranga
 • Frítt internet
 • Opnunartími: Opið allt árið. Einhverjir dagar í desember verða lokaðir vegna jólalokunar

Afþreying á staðnum:

 • Fjórhjólaferðir
 • Níu holu golfvöllur
 • Gönguleiðir um fjöll og fjörur
 • Vélsleðaferðir
 • Fuglaskoðun
 • Hestaferðir
 • Sundlaug í Vík
 • Minjasafn að Skógum
 • Menningasafn í Vík
 • Silungsveiði

Hafðu samband, við veitum nánari upplýsingar eða aðstoðum þig við að undirbúa ævintýralega heimsókn.

Veitingastaður

Eddu Hótel nálægt

Gestrisni af gamla skólanum síðan 1961

Frá heimavist til hótels

Saga Edduhótelanna er nánast samofin sögu ferðaþjónustu á Íslandi. Með almennum flugsamgöngum til landsins og bættum efnahag jókst þörfin á þjónustu við ferðafólk hringinn í kring um landið. Við Íslendingar erum vön að bjarga okkur og nýta þá möguleika sem standa til boða. Í þeim anda fæddist sú hugmynd að nýta heimavistarskólana á landsbyggðinni sem hótel yfir sumarmánuðina þegar þeir stóðu auðir. Lesa meira.

Brosandi allan hringinn

Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt 11 Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum okkar.

Yfirlit hótela

Hótel Edda Vík Klettsvegi 1-5 870 Vík
Sími: 444 4840 Bókunarsími: 444 4000
GPS Hnit: 63°25'10.4"N 18°59'56.5"W Open map
Opnunartími: Opið allt árið