Fimm sæludagar

Fimm daga pakkaferð á eigin vegum - tillaga
Þín bíða náttúruundur á heimsmælikvarða og notaleg skemmtun á landsvísu. Njóttu frelsisins, settu góða tónlist í hljómflutningstæki bílsins og gleymdu ekki myndavélinni. Á hverjum viðkomustað bíða þægileg hótel, góð þjónusta og útsýni sem er allt öðruvísi en heima. 

Dagur 1: Reykjavík

Þótt ferðalagið standi í fimm daga, hefst það á svo stuttum vegalengdum að þær teljast varla með. Listasöfn, kaffihús, sundlaugar, bókasöfn, styttur, göngustígar, útsýnisstaðir og kvikmyndahús höfuðborgarinnar eru tilvalin upptaktur að fríinu. Regla dagsins er að leyfa sér eitthvað sem alltof sjaldan er rými eða tími fyrir. Á hótelinu er jafnvel ráð að opna ferðamannabækling og athuga hvort ekki blasi við eitthvað sem erlendu túristarnir hafa allir séð – en ekki þú. 
Við mælum með gistingu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Dagur 2: Suðurland

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Bláa lónið – Stokkseyri – Seljalandsfoss og Skógafoss

Dagurinn hefst á góðum morgunverði og svo er ráð að renna í Bláa lónið til að endurnýja kynnin við náttúruna og hressandi útiloft. Að lokinni slökun og skemmtun í lóninu má aka Krýsuvíkurleiðina til Eyrarbakka og Stokkseyrar og njóta strandlífsins, koma við á Selfossi og grandskoða fegurð fossa og fjalla á leiðinni að Skógum.
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu Skógum

Dagur 3: Skógar – Laugarvatn

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Gullfoss – Geysir – Laugarvatn

Þá er komið að perlunum; gott að vera í regnstakk við Gullfoss og ekki fara of nálægt Strokki og Geysi. Hér er hægt að vera í hlutverki upplýsta túristans, engin þörf á að slást í hjörð með leiðsögumanni en spennandi um leið að vera gestur í eigin landi. Laugarvatn er í þægilegri akstursfjarlægð frá Geysi og rúmið verður án efa kærkomið að kvöldi - en þó samt ekki fyrr en þið eruð búin að baða ykkur í dásamlegri heilsulind Laugarvatn Fontana.
Við mælum með gistingu á Hótel Eddu ML Laugarvatni

Dagur 4: Þingvellir

HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Þingvellir – Hveragerði

Gullna hringnum lokað með heimsókn á Þingvelli. Í þjóðgarðinum er að finna mikilvæga staði á sögulegan, jarðfræðilegan og líffræðilegan mælikvarða. Þú gengur eftir Almannagjá í fótspor forfeðranna (og fjölda erlendra þjóðhöfðingja), tekur myndir við Öxará, speglar þig í Silfru og kastar mynt í Flosagjá, ef þú tímir. Hægt er að ganga á Arnarfell, skokka í kringum Þingvallavatn eða gleyma sér í upplýsingamiðstöðinni. Að kvöldi er rennt inn í Reykjavík, eftir viðkomu í Hveragerði.
Við mælum með gistingu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Dagur 5: Heimferð

Þú vaknar eftir góða hvíld á Reykjavík Natura, ferð í slopp og gáir til veðurs. Góða heimkomu.

 

Til baka