Tónleikar á Laugum

Miðvikudagkvöldið 24. júlí verða tónleikar á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Þar kemur fram hljómsveitin GÓSS sem samanstendur af okkar frábæru tónlistarmönnum; Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari.

GÓSS hefur hlotið einróma lof fyrir tónleika sína um land allt undanfarin ár en nýverið sendi sveitin frá sína fyrstu plötu, Góssentíð. Tónleikadagskráin verður samansett úr ýmsum lögum frá ferli meðlima sveitarinnar en einnig mikið af þeirra uppáhaldslögum, með hljómsveitum og tónlistarfólki á borð við Leonard Cohen, Stjórninni og Bubba, svo fátt eitt sé nefnt

Miðaverð á tónleikana er 3.990 kr. og er miðasala bæði á tix.is og einnig á staðnum.

Smelltu hér til að kaupa miða á TIX.is.

Smelltu hér til að lesa meira um tónleikana á Facebook.

Hótel Edda býður tilboð á gistingu í tengslum við tónleikana.

Gisting ásamt morgunverði fyrir tvo:
13.900 kr. fyrir herbergi með handlaug. (9.450 kr. fyrir einn)
19.900 kr. fyrir herbergi með baðherbergi. (11.450 kr. fyrir einn)

Hægt er að bóka gistinguna á þessu tilboði dagana 22.-26. júlí.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA

Einnig bjóðum við tilboð í kvöldverð á tónleikakvöldinu. Réttur kvöldins á 2.500 kr. og 3 fyrir 2 á barnum.

Fyrir allar nánari upplýsingar, vinsamlegast hringið í síma 444-4930.

Til baka