Um okkur

Hótel Edda heyrir undir Flugleiðahótel sem er alfarið í eigu Icelandair Group sem á 8 dótturfyrirtæki t.d Icelandair, Iceland Travel, Ferðaskrifstofuna Vita og Flugfélag Íslands. Frekari upplýsingar um Icelandair Group má finna hér http://www.icelandairgroup.com

Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt 4 Edduhótel á norður- og austurlandi og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum okkar. Möguleikar og aðstaða til útiveru og afþreyingar í næsta nágrenni hótelanna hafa vaxið hratt á síðustu árum og getur öll fjölskyldan fundið eitthvað við sitt hæfi þegar dvalið er á Edduhóteli. Hótelin eru vel staðsett, flest í framhaldsskólum sem ekki eru í notkun á sumrin. Herbergjafjöldinn á Eddu Hótelunum er breytilegur eða frá 28 - 204 herbergi sem ræðst af staðsetningu.

Markmið okkar er að veita vingjarnlega þjónustu á góðu verði. Hvert sem leið þín liggur norður- og austurland í sumar finnur þú alltaf Edduhótel í nágrenninu þar sem þú getur staldrað við eða haft bækistöð á meðan þú uppgötvar náttúruperlur landsins.

Veitingastaðirnir á Hótel Eddu eru framúrskarandi og okkar markmið er að nýta hráefni úr nágrenni hótelanna og versla beint frá býli ef kostur er, til að mynda fisk, lambakjöt og grænmeti.


Góð gistiaðstaða á viðráðanlegu verði um land allt.

 1. Höfn
 2. Egilstaðir
 3. Stórutjarnir
 4. Akureyri

Aukin þægindi og fyrsta flokks þjónusta.

 1. Reykjavik Marina
 2. Reykjavík Natura
 3. Icelandair hótel Hamar
 4. Icelandair hótel Flúðir
 5. Icelandair hótel Vík
 6. Icelandair hótel Hérað
 7. Icelandair hótel Mývatn
 8. Icelandair hótel Akureyri

Glæsileg gistiaðstaða, lúxusdekur í Hilton Reykjavik Spa og óviðjafnanleg matarupplifun á VOX Brasserie & Bar.